Rjúpnaveiðar verða með sama hætti í ár eins og í fyrra. Þetta er ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Veiðar verða leyfðar frá fimmtudegi til og með sunnudegi allan nóvembermánuð.

Rjúpnaveiðar verða með sama hætti í ár eins og í fyrra. Þetta er ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Veiðar verða leyfðar frá fimmtudegi til og með sunnudegi allan nóvembermánuð. Áfram verður í gildi bann við sölu á rjúpum og rjúpnaafurðum og mælist ráðherra til þess að hver veiðimaður veiði ekki meira en tíu rjúpur. Rjúpnaveiði verður jafnframt áfram bönnuð á suðvesturhorni landsins. Skyttur eru hvattar til þess að stunda ábyrgar og hófsamar veiðar hvar sem gengið er til rjúpna. fr