Ríkharður II Um 200 uppskriftir úr eldhúsi konungsins ættu að geta freistað mataráhugafólks.
Ríkharður II Um 200 uppskriftir úr eldhúsi konungsins ættu að geta freistað mataráhugafólks.
Freisti það manns að gæða sér á veitingum í ætt við þær sem tíðkuðust hjá ensku konungshirðinni á 14. öld þá verður aðstoðina fljótt að finna á netinu. Meistarakokkar og annað mataráhugafólk getur því farið að láta sig hlakka til.

Freisti það manns að gæða sér á veitingum í ætt við þær sem tíðkuðust hjá ensku konungshirðinni á 14. öld þá verður aðstoðina fljótt að finna á netinu. Meistarakokkar og annað mataráhugafólk getur því farið að láta sig hlakka til.

Uppskriftabók meistarakokka Ríkharðs II. (1367-1400) verður nefnilega bráðum að finna á stafrænu formi á netinu fyrir tilstilli bókasafn háskólans í Manchester. Bókin nefnist Forme of Cury og inniheldur meira en 200 nákvæmar uppskriftir úr konunglega eldhúsinu. Um er að ræða eitt af 40 handritum sem forsvarsmenn bókasafnsins hyggjast setja á netið til að gera þau aðgengilegri, þar sem skinnhandritin eru það viðkvæm að þau eru ekki höfð í almennri lánadeild safnsins.