— Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÍBÚAR í Grafarvogi, þá sérstaklega í Hamrahverfi, eru ósáttir við að malbiksafgöngum hefur verið sturtað á göngustíg sem liggur meðfram Hamrinum í fjörunni í Grafarvoginum.

ÍBÚAR í Grafarvogi, þá sérstaklega í Hamrahverfi, eru ósáttir við að malbiksafgöngum hefur verið sturtað á göngustíg sem liggur meðfram Hamrinum í fjörunni í Grafarvoginum. Jakobína Sigurðardóttir, íbúi í Hamrahverfi, segir að í raun sé búið að loka göngustígnum.

„Við höfum verið umburðarlynd í Hamrahverfinu, búandi í nágrenni öskuhauganna í mörg ár. Við pirrum okkur ekki yfir smámunum en í sumar var Sorpa búin að safna mjög miklum haug á sínu svæði. Nú keyrði um þverbak þegar farið var að sturta malbiksafgöngum inn á svæðið sem við höfum notað sem útivistarsvæði og er nú orðið ófært,“ segir Jakobína. Hún segir þær skýringar hafa verið gefnar að þarna ætti að gera landfyllingu. „Þó svo það eigi að byggja á landfyllingu eftir 5-10 ár á að taka tillit til þeirra íbúa sem fyrir eru á svæðinu.“ ylfa@mbl.is