Rafmögnuð Reykjavík Sæmileg samantekt á senunni.
Rafmögnuð Reykjavík Sæmileg samantekt á senunni.
Leikstjóri: Arnar Jónasson. Fram koma: Sigurbjörn Þorgrímsson, Urður Hákonardóttir, Marlon Pollock, Tanya Pollock, og fl. Ísland. 55 mín. 2008.

NÝ íslensk heimildarmynd sem reynir að veita innsýn í þróun danstónlistar á Íslandi undanfarin ár. Sjónum er beint að raftónlist níunda og tíunda áratugarins. Leikstjórinn Arnar Jónasson tekur viðtöl við ýmsa sem semja og spila raftónlist, og fjallar einnig um skemmtanahald og áhrif að utan.

Þó að viðmælendur Arnars séu margir viðræðugóðir og gefi oft góða mynd af því sem var að gerast á sínum tíma, þá skapast ekki góð heildarmynd. Það að fá svo nokkra gamla búta lánaða og klippa þá inn til að skapa einhverja fyllingu er líka einfaldlega ekki nóg. Hér hefði þurft miklu meiri heimildarvinnu. Ef hún var unnin þá skilar hún sér alls ekki nógu vel á tjaldið. Jafnframt hefðu viðtölin þurft að vera dýpri og merkingarbærari til þess að þau skiluðu árangri. Að auki bætir það litlu við myndina að sýna Reykjavík frá mismunandi sjónarhornum og láta umferðina þjóta hratt í takt við tónlistina eins og í tónlistarmyndband. Þetta er kannski sæmileg samantekt að eiga yfir ákveðið tímabil en það hefði verið skemmtilegt hefði það verið eigulegra.

Anna Sveinbjarnardóttir

Sýnd í Regnboganum 27.9, 1.10 og í Iðnó 30.9.