Í skrúðgöngu Ungur Pakistani með vopn.
Í skrúðgöngu Ungur Pakistani með vopn.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Pakistanar þurfa á Bandaríkjunum að halda af efnahagsástæðum og Bandaríkin þurfa á Pakistan að halda til þess að heyja baráttu sína gegn hryðjuverkamönnum í Afganistan,“ sagði stjórnmálaskýrandinn Hasan Askari Rizvi við...

„Pakistanar þurfa á Bandaríkjunum að halda af efnahagsástæðum og Bandaríkin þurfa á Pakistan að halda til þess að heyja baráttu sína gegn hryðjuverkamönnum í Afganistan,“ sagði stjórnmálaskýrandinn Hasan Askari Rizvi við Reuters-fréttastofuna í gær. Þótt spennan milli landanna hafi aukist að undanförnu í kjölfar skæruhernaðar Bandaríkjanna innan Pakistan þykir lítil hætta á að til alvarlegra átaka komi.

Á meðan forseti Pakistans, Asif Ali Zardari, mótmælti aðgerðum Bandaríkjanna héldu landar hans hátíðlegan síðasta föstudaginn í föstumánuðinum.