Á fimmtudaginn nk. hefst þriðja fræðslukvöld haustsins á vegum fullorðinsfræðslu Hafnarfjarðarkirkju í umsjá sr. Þórhalls Heimissonar. Að þessu sinni verður skoðaður hinn heillandi heimur kristinnar táknafræði og talnaspeki sem fáir vita af.

Á fimmtudaginn nk. hefst þriðja fræðslukvöld haustsins á vegum fullorðinsfræðslu Hafnarfjarðarkirkju í umsjá sr. Þórhalls Heimissonar.

Að þessu sinni verður skoðaður hinn heillandi heimur kristinnar táknafræði og talnaspeki sem fáir vita af. Þannig vita fæstir að skjaldarmerki Íslands er upprunnið í Opinberunarbókinni en ekki hjá Snorra Sturlusyni eins og þó stendur á vef forsætisráðuneytisins.

Þessi Biblíutákn og fjölmörg önnur verða rýnd og rædd á námskeiðinu. Auk þess verður fjallað um hakakrossinn og fleiri krossa, uppruna þeirra og merkingu og önnur trúartákn og talnaspeki úr ýmsum áttum sem sýna samruna kristni og annarra trúarhugmynda.

Námskeiðið hefst kl. 20 og er ókeypis og öllum opið.