Vodafone tilkynnti í gær uppsagnir 20 starfsmanna sinna. Starfsmennirnir munu láta strax af störfum en fá greiddan uppsagnarfrest. Um 380 manns munu starfa hjá fyrirtækinu eftir uppsagnirnar.

Vodafone tilkynnti í gær uppsagnir 20 starfsmanna sinna. Starfsmennirnir munu láta strax af störfum en fá greiddan uppsagnarfrest. Um 380 manns munu starfa hjá fyrirtækinu eftir uppsagnirnar.

Hrannar Pétursson segir að ástæða uppsagnanna sé einföld: „Kostnaður í rekstrinum hefur hækkað það mikið að það þurfti að grípa til einhverra ráðstafana,“ útskýrir Hrannar. „Við ætluðum okkar aldrei að fara þessa leið en svo reyndist það því miður óhjákvæmilegt.“ Hann segir starfsmennina koma úr öllum áttum innan fyrirtækisins og þeir séu á öllum aldri.

Hrannar segir að lagt sé upp með það að uppsagnirnar komi ekki niður á þjónustu fyrirtækisins við viðskiptavini sína. „Það er hörð samkeppni og við verðum að standa okkur.“ elias@24stundum.is