Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað niður að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun vegna trillu sem maraði í hálfu kafi. Slökkviliðið hífði hana upp og dældi úr henni sjó en mikill viðbúnaður var vegna hættu á olíuleka úr bátnum.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað niður að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun vegna trillu sem maraði í hálfu kafi.

Slökkviliðið hífði hana upp og dældi úr henni sjó en mikill viðbúnaður var vegna hættu á olíuleka úr bátnum. Ekki er vitað hvers vegna hún sökk en talið er að gat hafi komið á skrokkinn.

aak