Dýri Jónsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra leikhópsins Vesturports af Rakel Garðarsdóttur. Hann tekur við góðu búi og segir hér hvað er næst á döfinni hjá Vesturporti og hvað hann horfir og hlustar á í miðjum önnunum.

Dýri Jónsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra leikhópsins Vesturports af Rakel Garðarsdóttur. Hann tekur við góðu búi og segir hér hvað er næst á döfinni hjá Vesturporti og hvað hann horfir og hlustar á í miðjum önnunum.

Hvað er næst á döfinni hjá Vesturporti?

Leikferð til Dublin um helgina með Hamskiptin, í október förum við til New York með Woyzeck og svo er alveg fullt af spennandi hlutum í bígerð; á sviði, í bíói og sjónvarpi.

Hvaða bók er á náttborðinu?

Dance Dance Dance eftir Haruki Murakami.

Hvaða tónlist ertu að hlusta á?

Beirut, B.Sig, Vax og nýja diskinn með Emilíönu Torrini sem er ansi góður.

Á hvaða bíómynd fórstu síðast?

Journey to the Center of the Earth með strákunum mínum.

Uppáhaldssjónvarpsþátturinn?

Mikið í fréttaþáttum þessa dagana. Silfur Egils og svo sá ég www.zeitgeistmovie.com á netinu, kyndir undir gagnrýnni hugsun!

dista@24stundir.is