Stefnt er að því hjá RARIK að allt dreifikerfi þess verði þriggja fasa á næstu fimmtán til tuttugu árum. Nú um stundir á RARIK um 3000 kílómetra af þriggja fasa rafmagnslínum í jörð og um 5000 kílómetra í loftlínum. Af þeim eru 3600 kílómetrar einfasa.

Stefnt er að því hjá RARIK að allt dreifikerfi þess verði þriggja fasa á næstu fimmtán til tuttugu árum. Nú um stundir á RARIK um 3000 kílómetra af þriggja fasa rafmagnslínum í jörð og um 5000 kílómetra í loftlínum. Af þeim eru 3600 kílómetrar einfasa.

Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir að allt dreifikerfi fyrirtækisins sé komið inn á áætlun um endurnýjun. „Við leggjum um 250 kílómetra af línum í jörð á ári, hluti þeirra eru nýlagningar en meirihlutinn er endurnýjun á kerfinu.“

Tryggvi segir verkið mikið og því eðlilegt að það taki tíma. „Við stöndum vörð um hagsmuni almennra notenda. Ef við ákvæðum í dag að fara strax á morgun í að færa kerfið allt í þriggja fasa strengi þá myndi það kosta 15 milljarða. Það gengur ekki.“ freyr@24stundir.is