Þegar ég var yngri fannst mér haustið alltaf rosalega leiðinlegur tími og ég hlakkaði ekki til þess. Mér fannst ömurlegt þegar það byrjaði að dimma og ég var sannfærð um að ég myndi þjást af skammdegisþunglyndi þegar ég yrði eldri.

Þegar ég var yngri fannst mér haustið alltaf rosalega leiðinlegur tími og ég hlakkaði ekki til þess. Mér fannst ömurlegt þegar það byrjaði að dimma og ég var sannfærð um að ég myndi þjást af skammdegisþunglyndi þegar ég yrði eldri.

En sem betur fer virðist það eiginlega alveg hafa snúist við hjá mér á síðustu árum og nú finnst mér æðislegt þegar haustlitirnir koma og maður getur kveikt á kertum á kvöldin.

Það er einhver eftirvænting og spenna sem fylgir september því maður er alltaf að takast á við eitthvað nýtt á þessum árstíma.

Það eina neikvæða við haustið finnst mér vera rokið og rigningin sem því fylgir. Ég væri alveg til í að fá frekar meiri kulda og snjó.

Þetta haust verður eflaust töluvert erfiðara fyrir marga en oft áður út af efnahagsástandinu.

Það er auðvitað auðvelt að sökkva sér niður í áhyggjur á tímum sem þessum, en maður verður að reyna að horfa björtum augum fram á veginn. Ég held það þýði bara ekkert annað.