Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Kaupþings og SPRON, sem og kaup Kaupþings á meirihluta stofnfjár í Sparisjóði Mýrasýslu.

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Kaupþings og SPRON, sem og kaup Kaupþings á meirihluta stofnfjár í Sparisjóði Mýrasýslu. Segist Samkeppniseftirlitið telja að þar sem SPRON myndi ella hverfa af markaðnum sem sjálfstæður keppinautur, sé engin önnur niðurstaða tæk en að heimila samrunann.

Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins segir, að samruni Kaupþings og SPRON hafi aðallega áhrif á markaðinn fyrir viðskiptabankaþjónustu fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Samrunar milli tveggja eða fleiri fjárfestingabanka eða samrunar milli viðskiptabanka og fjárfestingabanka raski yfirleitt ekki samkeppni. gh