Í tilefni af 20 ára afmæli fjölskylduráðgjafar HAK efnir Heilsugæslustöðin á Akureyri til málþings föstudaginn 3. október, en hún er ætluð fagfólki og stjórnendum á heilbrigðis- og félagssviði.

Í tilefni af 20 ára afmæli fjölskylduráðgjafar HAK efnir Heilsugæslustöðin á Akureyri til málþings föstudaginn 3. október, en hún er ætluð fagfólki og stjórnendum á heilbrigðis- og félagssviði. Málþingið er haldið undir yfirskriftinni „Máttur tengslanna“. Á málþinginu verður kynnt það nýjasta í samskiptafræðum, í samspili erfða og aðstæðna og hvað skapar heilbrigði og hvað sjúkleika. Ennfremur verður horft til þeirrar reynslu sem við höfum öðlast. „Samfélagsþróunin er slík í dag að mikil og vaxandi þörf er fyrir margvíslega þjónustu og stuðning við fjölskyldur og einstaklinga sem eru að takast á við afleiðingar áfalla, mikillar streitu, sjúkdóma eða vanrækslu,“ segir í fréttatilkynningu. Bent er á að mikilvægt sé að foreldrum bjóðist aðgengileg aðstoð til að takast á við streitu, áföll, erfið samskipti eða vanlíðan innan fjölskyldunnar.

Málþingið er haldið á Hótel KEA og stendur frá kl. 8.30 til 16.30.