EINS og sjá má hér til vinstri hafa lið Frakklands og Íslands verið mjög samstiga í undanriðli Evrópukeppninnar.

EINS og sjá má hér til vinstri hafa lið Frakklands og Íslands verið mjög samstiga í undanriðli Evrópukeppninnar. Frakkar hafa unnið heldur stærri sigra í heildina og eru með betri markatölu en hún skiptir ekki máli ef liðin eru jöfn að stigum eftir leikinn á morgun, þ.e. ef hann endar með jafntefli. Þá ráða innbyrðis úrslit og í því tilviki myndi Ísland vinna riðilinn og væri þá komið í úrslitakeppni EM í Finnlandi.

Franska liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í keppninni, sigurmarkið sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrir Ísland á Laugardalsvellinum í fyrra.

Íslenska liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk, bæði í ósigrinum í Slóveníu í fyrra. Annað úr aukaspyrnu og hitt úr vítaspyrnu. vs@mbl.is