U.S. Republican vice-presidential nominee Alaska Governor Sarah Palin (R) talks with an unidentified man after a meeting outside the Millennium UN Plaza Hotel in New York September 24, 2008. REUTERS/Shannon Stapleton (UNITED STATES) US PRESIDENTIAL ELECTION CAMPAIGN 2008 (USA)
U.S. Republican vice-presidential nominee Alaska Governor Sarah Palin (R) talks with an unidentified man after a meeting outside the Millennium UN Plaza Hotel in New York September 24, 2008. REUTERS/Shannon Stapleton (UNITED STATES) US PRESIDENTIAL ELECTION CAMPAIGN 2008 (USA) — REUTERS
Meirihluti þátttakenda í könnun NBC og Wall Street Journal í Bandaríkjunum í þessari viku er þeirrar skoðunar að Sarah Palin hafi hvorki næga reynslu né þekkingu til þess að geta orðið forseti.

Meirihluti þátttakenda í könnun NBC og Wall Street Journal í Bandaríkjunum í þessari viku er þeirrar skoðunar að Sarah Palin hafi hvorki næga reynslu né þekkingu til þess að geta orðið forseti.

Gert hefur verið grín að því þegar Sarah Palin, sem er varaforsetaefni repúblikana, benti á að Alaska, þar sem hún er ríkisstjóri, væri nálægt Rússlandi og þess vegna vissi hún ýmislegt um erlend málefni.

Hún lagði jafnframt áherslu á viðskiptin milli Alaska og Rússlands en bandarískir fjölmiðlar segja að Rússar séu ekki einu sinni á listanum yfir 20 helstu viðskiptaaðila Alaska.

Samkvæmt Washington Post mun Sarah Palin einnig hafa sagt að sigur í Afganistan væri vís, alveg eins og sigur hefði unnist í Írak.

ibs