Bjarni Karlsson
Bjarni Karlsson
NÆSTU sex þriðjudagskvöld verða haldin fræðsluerindi í safnaðarheimili Laugarneskirkju undir yfirskriftinni hagkvæmur rekstur og heimasæla.

NÆSTU sex þriðjudagskvöld verða haldin fræðsluerindi í safnaðarheimili Laugarneskirkju undir yfirskriftinni hagkvæmur rekstur og heimasæla.

Í tilkynningu segir að við breyttar aðstæður í efnahag þurfi mörg heimili að breyta göngulagi sínu og finna leiðir til sparnaðar. „Margrét Sigfúsdóttir hússtjórnarkennari hefur ráð undir rifi hverju er kemur að góðum heimilismat og meðferð hráefna. Snorri Halldórsson kerfisfræðingur og bankamaður mun sýna og kenna einfalt heimilisbókhald og benda á einfaldar leiðir sem tryggja að við hendum ekki peningum. Þá mun Bjarni Karlsson sóknarprestur greina frá þeirri fornu visku sem býr að baki þegar við biðjum „gef oss í dag vort daglegt brauð“ auk þess sem hann svarar spurningunni hvað sé heilagt við heimili?“

Fyrsta fræðslukvöldið er 30. september kl. 20.40-22. Aðgangur er ókeypis og óháður fjölskyldugerð, aldri og trúarskoðunum. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.laugarneskirkja.is.