[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fram sem hafnaði í 3. sæti Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu hélt um helgina lokahóf sitt. Var Auðun Helgason þar valinn bestur og Hjálmar Þórarinsson hlaut útnefninguna efnilegasti leikmaður meistaraflokks.
Fram sem hafnaði í 3. sæti Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu hélt um helgina lokahóf sitt. Var Auðun Helgason þar valinn bestur og Hjálmar Þórarinsson hlaut útnefninguna efnilegasti leikmaður meistaraflokks.

Skagamenn héldu einnig lokahóf sitt um helgina. Þar var Árni Thor Guðmundsson valinn besti leikmaðurinn auk þess að fá viðurkenningu frá stuðningsmannafélagi liðsins og aðalstyrktaraðila liðsins sem besti leikmaður ÍA á tímabilinu sem leið. Þá var markvörðurinn ungi, Trausti Sigurbjörnsson valinn efnilegastur.

Scott Ramsay var valinn bestur á lokahófi Grindavíkur . Var hann valinn bestur bæði af leikmönnum liðsins sem og af stuðningsmönnunum. Eysteinn Hauksson var valinn mikilvægasti leikmaðurinn og Bogi Rafn Einarsson sá efnilegasti.

Hjá Þrótti var það danski miðjumaðurinn Dennis Danry sem valinn var besti leikmaðurinn og Rafn Andri Haraldsson hlaut útnefningu sem efnilegastur.

Það þarf fáum að koma á óvart að Gunnleifur Gunnleifsson var valinn bestur hjá HK . Þar var Aaron Palomares valinn sá efnilegasti.

Nokkrir ungir leikmenn fengu eldskírn sína í efstu deild í lokaumferðinni á laugardaginn. Hjá Þrótti fengu fjórir nýliðar tækifæri, Sindri Snær Jensson markvörður og Hákon Andri Víkingsson voru í byrjunarliðinu gegn Grindavík og Brynjar Guðjónsson og Oddur Björnsson komu inná. Grindavík var með tvo nýja, Óli Baldur Bjarnason og Vilmundur Jónasson komu báðir inná sem varamenn.

P álmi Haraldsson setti nýtt leikjamet hjá ÍA í efstu deild þegar lið hans mætti Fjölni í lokaumferðinni á laugardaginn. Pálmi lék þar sinn 213. leik með félaginu í deildinni og bætti met Guðjóns Þórðarsonar sem hafði staðið í 22 ár. Guðjón lék sinn 212. og síðasta leik með ÍA haustið 1986.

Fjölnir tefldi fram tveimur nýliðum gegn ÍA en það voru Geir Kristinsson og Marinó Þ. Jakobsson . Hjá HK lék Hafsteinn Briem sinn fyrsta leik, hjá ÍA fékk Ísleifur Örn Guðmundsson tækifæri, hjá Fylki var Ásgeir Örn Arnþórsson í byrjunarliði og hjá Val kom Arnar Sveinn Geirsson inná sem varamaður gegn KR .

Íslandsmeistararnir, FH notuðu fæsta leikmenn af liðunum 12 í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þetta tímabilið, eða 20 alls. Flesta leikmenn notaði Þróttur en alls komu 27 leikmenn við sögu í 22 leikjum liðsins þetta tímabilið. Að auki voru það svo leikmenn sem léku í VISA-bikarnum fyrir Þrótt sem léku ekkert á Íslandsmótinu.