Einráður Alexander Lúkasjenkó ræðir við fréttamenn í gær.
Einráður Alexander Lúkasjenkó ræðir við fréttamenn í gær. — AP
KOSIÐ var til þings í Hvíta-Rússlandi í gær en landið er oft kallað síðasta einræðisríkið í Evrópu. En Alexander Lúkasjenkó forseti lét nokkra stjórnarandstöðuleiðtoga lausa úr fangelsi fyrir skömmu.

KOSIÐ var til þings í Hvíta-Rússlandi í gær en landið er oft kallað síðasta einræðisríkið í Evrópu. En Alexander Lúkasjenkó forseti lét nokkra stjórnarandstöðuleiðtoga lausa úr fangelsi fyrir skömmu.

Lúkasjenkó átti lengi gott samstarf við Vladímír Pútín og menn hans í Rússlandi en sambúðin hefur kólnað síðustu árin. Lúkasjenkó hefur m.a. ekki fylgt í fótspor Rússa og viðurkennt sjálfstæði uppreisnarhéraðanna tveggja í Georgíu. Bendir ýmislegt til að hann vilji nú efla samskiptin við vestræn ríki en þau setja það skilyrði að hann komi á lýðræði.

Ekki hafa stjórnarandstæðingar mikla trú á loforðum forsetans um heiðarlegar kosningar. „Það er ekki hægt að tala um raunverulegar kosningar þegar stúdentar, hermenn og verkamenn eru þvingaðir til að kjósa snemma og enginn gætir kjörkassanna í fimm nætur,“ sagði Anatólí Lebedko, formaður Sameinaða borgaraflokksins.

Forsetinn og stuðningsmenn hans ráða nú öllum sætunum í neðri deild þingsins, 110 að tölu.

kjon@mbl.is