Fremstur Besti hundur sýningar.
Fremstur Besti hundur sýningar.
BESTI hundurinn reyndist Bernegården's Prince Of Thieves á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ) sem haldin var í reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Hundurinn er af tegundinni St. Bernharðs og er fæddur 10.

BESTI hundurinn reyndist Bernegården's Prince Of Thieves á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ) sem haldin var í reiðhöllinni í Víðidal um helgina.

Hundurinn er af tegundinni St. Bernharðs og er fæddur 10. júlí 2006 en eigandinn er Guðný Vala Tryggvadóttir. Með þeim á myndinni eru Jose Luis Payro Duenas, dómari frá Mexíkó, og Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður HRFÍ.

Á áttunda hundrað hunda

750 hundar af 85 tegundum voru sýndir á einni glæsilegustu sýningu félagsins. Einnig voru heiðraðir afreks- og þjónustuhundar ársins og ýmis fleiri verðlaun er keppt um á slíkri sýningu. Sex dómarar frá fjórum löndum dæmdu samtímis.