Varaforsetaefni repúblikana, Sarah Palin, talaði þvert gegn stefnu Johns McCains er hún ræddi við kjósanda í Philadelphiu. Sagði hún að senda yrði bandaríska hermenn inn í Pakistan ef annað dygði ekki til að stöðva talíbana í að laumast inn í...

Varaforsetaefni repúblikana, Sarah Palin, talaði þvert gegn stefnu Johns McCains er hún ræddi við kjósanda í Philadelphiu. Sagði hún að senda yrði bandaríska hermenn inn í Pakistan ef annað dygði ekki til að stöðva talíbana í að laumast inn í Afganistan.

McCain, sem segir rangt að ræða opinskátt um slíkar hugmyndir, varði Palin í gær og sagði þau sammála um að hagsmunir Bandaríkjanna yrðu ávallt í fyrirrúmi. „Ég held ekki að Bandaríkjamenn álíti almennt að um ákveðna stefnuyfirlýsingu hafi verið að ræða hjá Palin ríkisstjóra“. 18