Atli Viðar Björnsson
Atli Viðar Björnsson — Morgunblaðið/ Jim Smart
SJÖ leikmenn FH urðu Íslandsmeistarar í fjórða skipti með félaginu á laugardaginn og hafa því verið í öllum sigurliðum félagsins á Íslandsmótinu.
SJÖ leikmenn FH urðu Íslandsmeistarar í fjórða skipti með félaginu á laugardaginn og hafa því verið í öllum sigurliðum félagsins á Íslandsmótinu. Það eru þeir Atli Viðar Björnsson, Davíð Þór Viðarsson, Tommy Nielsen, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Freyr Bjarnason, Daði Lárusson og Guðmundur Sævarsson. Þá hefur þjálfarinn Heimir Guðjónsson unnið alla fjóra titlana, þrjá þá fyrri sem leikmaður. Þessir voru ennfremur allir bikarmeistarar með FH á síðasta ári, 2007, nema Atli Viðar sem þá spilaði sem lánsmaður með Fjölni í 1. deild. Þeir Jónas Grani Garðarsson og Atli Guðnason, sem voru í meistarahópnum 2004, Tryggvi Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson og Dennis Siim urðu allir meistarar í þriðja sinn með FH á laugardag. vs@mbl.is