Misheppnuð markaðsvæðing? var fyrirsögn á fréttaskýringu Björns Jóhanns Björnssonar hér í Morgunblaðinu á laugardag, þar sem fjallað var um hversu fáir orkunotendur hafa skipt um orkusala frá því að ný lög tóku gildi á raforkumarkaðnum.

Misheppnuð markaðsvæðing? var fyrirsögn á fréttaskýringu Björns Jóhanns Björnssonar hér í Morgunblaðinu á laugardag, þar sem fjallað var um hversu fáir orkunotendur hafa skipt um orkusala frá því að ný lög tóku gildi á raforkumarkaðnum.

Sennilega hefði verið með öllu óhætt að sleppa spurningarmerkinu í fyrirsögninni, því af þeim upplýsingum að dæma, sem fram komu í fréttaskýringunni, virðist markaðsvæðingin misheppnuð með öllu.

Innan við 1% af öllum notendum nýtti sér heimildina til þess að skipta á síðasta ári, enda kemur fram að fjárhagslegur ávinningur notenda af því að skipta er svo lítill, að hann er augsýnilega ekki fyrirhafnarinnar virði eða í besta falli 2 til 3 þúsund krónur fyrir venjulegt heimili.

Sigfús Þórir Guðlaugsson, rafveitustjóri hjá Rafveitu Reyðarfjarðar, telur vandann vera frekar litla samkeppni í heildsölu. Þar séu fáir stórir aðilar á markaðnum og þyrftu að vera fleiri.

Og Henný Hinz, hagfræðingur hjá Verðlagseftirliti ASÍ, spyr réttilega hvers vegna enginn söluaðili á þessum markaði hafi séð sér hag í því að lækka verðið þannig að það klárlega borgi sig fyrir fólk að flytja viðskipti sín. „Vilja raforkusalar ekki nýja viðskiptavini?“ spyr Henný.

Er það nema von að menn velti því fyrir sér hvort samkeppni sé bara stundum af hinu góða?!