Sigursæll Helgi Jóhannesson var góður á Opna TBR- mótinu og vann öll þau verðlaun sem hann gat unnið.
Sigursæll Helgi Jóhannesson var góður á Opna TBR- mótinu og vann öll þau verðlaun sem hann gat unnið. — Morgunblaðið/Golli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
HELGI Jóhannesson vann hreinlega allt sem í boði var á Opna TBR mótinu í badminton sem fram fór í gær. Helgi vann Magnús Inga Helgason í úrslitum í einliðaleik.

HELGI Jóhannesson vann hreinlega allt sem í boði var á Opna TBR mótinu í badminton sem fram fór í gær. Helgi vann Magnús Inga Helgason í úrslitum í einliðaleik. Þeir félagar léku svo saman til úrslita í tvíliðaleik gegn þeim Kára Gunnarssyni og Birni Heimissyni og unnu þá viðureign ansi örugglega.

Helgi fékk svo sín þriðju gullverðlaun með því að landa sigri í tvenndarleik. Þar keppti hann með Elínu Þóru Elíasdóttur og léku þau til úrslita í þeim flokki gegn Bjarka Stefánssyni og Rakel Jóhannesdóttur.

Í kvennaflokki var hin hálfsænska Ida Larusson fremst meðal jafningja þar sem hún hafði sigur bæði í einliðaleik kvenna og einnig í tvíliðaleik. Í tvíliðaleiknum lék hún með Snjólaugu Jóhannsdóttur og báru þær stöllur þar sigurorð af Birgittu Rán Ásgeirsdóttur og Karitas Ósk Ólafsdóttur í mjög svo jöfnum leik.

Ida vann svo úrslitaleikinn í einliðaleik þar sem hún mætti Hönnu Maríu Guðbjartsdóttur. Ólympíufarinn Ragna Ingólfsdóttir var ekki meðal keppenda á mótinu þar sem hún er að jafna sig eftir krossbandsaðgerð. Þá var Tinna Helgadóttir ekki heldur með þar sem hún lék erlendis. thorkell@mbl.is