HÆGRIMENN CSU, Kristilega sósíalsambandsins í Bæjaralandi, virðast hafa beðið mikinn ósigur í þingkosningum sem fram fóru í gær. Var þeim spáð 43% fylgi en flokkurinn var með 60,7% fyrir fimm árum. Jafnaðarmenn stóðu í stað, var spáð 19% stuðningi.

HÆGRIMENN CSU, Kristilega sósíalsambandsins í Bæjaralandi, virðast hafa beðið mikinn ósigur í þingkosningum sem fram fóru í gær. Var þeim spáð 43% fylgi en flokkurinn var með 60,7% fyrir fimm árum.

Jafnaðarmenn stóðu í stað, var spáð 19% stuðningi. CSU virtist aðallega hafa misst kjósendur til annarra miðju-hægriflokka, Frjálsra demókrata og Frjálsra kjósenda.

CSU er systurflokkur CDU, flokks Angelu Merkel Þýskalandskanslara, og hefur stýrt Bæjaralandi einn í 46 ár. Nú stefnir allt í samsteypustjórn.

Bæjaraland er stærst sambandsríkja Þýskalands og þar er mikið af hátæknifyrirtækjum. kjon@mbl.is