Bernd Ogrodnik
Bernd Ogrodnik
Í VETUR mun UNIMA(alþjóðleg samtök brúðuleikhúsfólks) standa fyrir svokölluðum kúlukvöldum í lok hvers mánaðar í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Þar verða gestir leiddir inn í töfrandi heim brúðuleikhússins með lifandi og fjölbreyttri dagskrá.
Í VETUR mun UNIMA(alþjóðleg samtök brúðuleikhúsfólks) standa fyrir svokölluðum kúlukvöldum í lok hvers mánaðar í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Þar verða gestir leiddir inn í töfrandi heim brúðuleikhússins með lifandi og fjölbreyttri dagskrá. Fyrsta kúlukvöld vetrarins verður kl. 20 í kvöld og er það brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik sem stígur fyrstur á svið. Hann mun deila með gestum hugleiðingum sínum og innsýn úr lífi sínu sem brúðuleikari og gefa viðstöddum færi á að prófa. Aðgangur er ókeypis, nánari uppl. á unima.is.