Sofið í vörninni. Norður &spade;ÁKG876 &heart;108 ⋄107 &klubs;D42 Vestur Austur &spade;D4 &spade;10953 &heart;K764 &heart;32 ⋄ÁK6 ⋄DG832 &klubs;9763 &klubs;ÁG Suður &spade;2 &heart;ÁDG95 ⋄954 &klubs;K1085 Suður spilar 2&spade;.

Sofið í vörninni.

Norður
ÁKG876
108
107
D42
Vestur Austur
D4 10953
K764 32
ÁK6 DG832
9763 ÁG
Suður
2
ÁDG95
954
K1085
Suður spilar 2.

Keppendur í butler -tvímenningi BR sl. þriðjudag sýndu almennt þá hógværð að spila bút í spaða og taka þar átta slagi. Meira er ekki að hafa og raunar minna ef sagnhafi gætir sín ekki. Á tveimur borðum varð suður sagnhafi í 2 eftir multi -opnun norðurs á 2 og „leitandi“ 2-svar suðurs.

Vestur hitti á góða vörn með því að taka ÁK og spila þriðja tíglinum. Það blasir ekki við, en sagnhafi verður helst að taka strax á ÁK. En það gerðist ekki. Báðir sagnhafar svínuðu fyrst í hjarta. Vestur drap og spilaði laufi. Nú er sviðið sett fyrir skemmtilega brellu. Austur verður að taka á Á og spila tígli, sem vestur trompar með drottningu. Við það uppfærist sjötti varnarslagurinn á tromp. En nei, báðir austurspilarar sváfu værum blundi og létu G í slaginn.

Synd og skömm.