Fannar Friðgeirsson , fyrrverandi leikmaður Vals , skoraði fyrsta mark Stjörnunnar eftir 30 sekúndur gegn Val á laugardaginn en þetta var í fyrsta sinn sem hann mætir sínum fyrrverandi samherjum í N1-deildinni eftir að hann skipti yfir í raðir...
F annar Friðgeirsson , fyrrverandi leikmaður Vals , skoraði fyrsta mark Stjörnunnar eftir 30 sekúndur gegn Val á laugardaginn en þetta var í fyrsta sinn sem hann mætir sínum fyrrverandi samherjum í N1-deildinni eftir að hann skipti yfir í raðir Stjörnuliðsins í sumar.

Ekki færri en fimm sterkir leikmenn Stjörnunnar eru á sjúkralista um þessar mundir og alls óvíst hvenær er von á þeim til baka. Þetta eru Vilhjálmur Halldórsson , Björgvin Hólmgeirsson , Ólafur Víðir Ólafsson , Ragnar Már Helgason og Gunnar Ingi Jóhannsson .

Patrekur Jóhannesson , þjálfari Stjörnunnar , segir að vissulega sé skarð fyrir skildi vegna þessara fimm leikmanna en hann hafi úr stórum hópi ungra og efnilegra leikmanna að ráða hjá félaginu sem fái eldskírn sína á meðan þessir fimm eru fjarri góðu gamni.

Auður W. Jónsdóttir skoraði eitt mark fyrir Ringkøbing Håndbold þegar liðið sótti tvö stig í heimsókn sinni til Bjerringbro FH í næstefstu deild danska handknattleiksins í gær. Ringkøbing Håndbold er í 5. sæti deildarinnar.

Ólafur Stefánsson lék ekki með Ciudad Real í gær þegar liðið tapaði fyrir Arrate , 28:26.