KARLMAÐUR á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa ekið bifreið sem rakst aftan á annan bíl á Akrafjallsvegi og stungið af laust eftir miðnætti í fyrrinótt. Bifreiðin sem ekið var á valt.

KARLMAÐUR á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa ekið bifreið sem rakst aftan á annan bíl á Akrafjallsvegi og stungið af laust eftir miðnætti í fyrrinótt. Bifreiðin sem ekið var á valt. Fjórir voru í bílnum sem ekið var á brott og voru allir handteknir skömmu síðar.

Enginn fjórmenninganna vildi í fyrstu viðurkenna að hafa ekið bifreiðinni. Allir mennirnir voru undir áhrifum áfengis. Einn þeirra viðurkenndi loks sök.

Báðir bílarnir skemmdust mikið í árekstrinum sem var mjög harður. Enginn slasaðist alvarlega, en ökumaðurinn sem stakk af hlaut áverka á rifbeini. Hann má að sögn lögreglu búast við að þurfa að greiða háa sekt. kjon@mbl.is