[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður og félagar hans hjá TV Bittenfeld unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í SG BBM Bietigheim , 28:27, á útivelli á laugardag í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik.
B jörgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður og félagar hans hjá TV Bittenfeld unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í SG BBM Bietigheim , 28:27, á útivelli á laugardag í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Bittenfeld er þar með komið upp í 7. sæti deildarinnar með 5 stig úr fjórum leikjum.

Heiðmar Felixson var markahæstur hjá Hannover-Burgdorf með fjögur mörk þegar liðið vann TSV Altenholz , 22:13, í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í gær. Hannes Jón Jónsson var að vanda í liði Hannover-Burgdorf en náði ekki að skora að þessu sinni.

Helga Magnúsdóttir var endurkjörin í mótanefnd Handknattleikssambands Evrópu, EHF, á þingi þess í Vínarborg um helgina. Helga er eini Íslendingurinn sem situr í nefndum á vegum EHF um þessar mundir. Forseti EHF, Tor Lian frá Noregi, var endurkjörinn til næstu fjögurra ára.

A rnór Atlason skoraði eitt mark fyrir FCK og Ásgeir Örn Hallgrímsson tvö fyrir GOG þegar FCK vann GOG, 33:26, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á laugardaginn. FCK er nú komið í efsta sæti deildinnar en GOG er í 5. sæti.

Gísli Kristjánsson gerði tvö mörk þegar lið hans Nordsjælland steinlá í heimsókn sinni til AaB í Álaborg , 32:20, í dönsku úrvalsdeildinni. Nordsjælland er í 6. sæti.

Jón Þorbjörn Jóhannsson fór mikinn í liði Sønderjyske þegar það vann Aalborg HK , 35:28, á útivelli í næstefstu deild danska handknattleiksins. Jón Þorbjörn skoraði 7 mörk og var auk þess svo fastur fyrir í vörninni að hann mátti í tvígang sætta sig við að vera rekinn af leikvelli í tvær mínútur.

Rut Jónsdóttir var í liði Team Tvis Holstebro sem vann Silkeborg, 25:20, á heimavelli í næstefstu deildinni í Danmörku. Rut náði ekki að skora.