KAUPÞING hefur ákveðið að lækka vexti á nýjum íbúðalánum um 0,15% og verða lægstu vextir bankans á nýjum íbúðalánum 5,90%. Breytingin tekur gildi í dag, mánudaginn 29. september.

KAUPÞING hefur ákveðið að lækka vexti á nýjum íbúðalánum um 0,15% og verða lægstu vextir bankans á nýjum íbúðalánum 5,90%. Breytingin tekur gildi í dag, mánudaginn 29. september.

Útboði Kaupþings á skuldabréfum til fagfjárfesta, vegna fjármögnunar á nýjum íbúðalánum, lauk síðastliðinn föstudag, 26. september, en alls bárust tilboð að fjárhæð 1,5 milljarðar króna. Fram kemur á vef Kaupþings að tilboðum var tekið fyrir 1 milljarð.

Meðalávöxtunarkrafa samþykktra tilboða, í þeim flokki sem íbúðalán bankans byggjast á, var 5%. Að teknu tilliti til vaxtaálags bankans verða vextir á nýjum íbúðalánum því lækkaðir um 0,15%.