— Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Skagafjörður | Mikið fjölmenni mætti í Laufskálarétt í Hjaltadal á laugardaginn þegar þar voru rekin stóðhross til réttar sem gengið höfðu í Kolbeinsdal í sumar. Talið er að þarna hafi komið um 600 hross til réttar, þar af um 150 folöld.
Skagafjörður | Mikið fjölmenni mætti í Laufskálarétt í Hjaltadal á laugardaginn þegar þar voru rekin stóðhross til réttar sem gengið höfðu í Kolbeinsdal í sumar. Talið er að þarna hafi komið um 600 hross til réttar, þar af um 150 folöld. Mikil stemming fylgir stóðréttinni og í raun réttarhelginni því byrjað er með samkomu í reiðhöllinni Svaðastöðum á föstudagskvöldi. Fólk kemur um langan veg, jafnvel frá útlöndum, til að taka þátt í þessari helgi með Skagfirðingum. Það er ekki síst vinsælt að reka hrossin síðasta áfangann og skiptu rekstrarmenn hundruðum. Veður var sæmilegt, kalt en nánast þurrt. Á laugardagskvöldið skemmti fjölmenni sér svo á dansleik í reiðhöllinni á Sauðárkróki.