ÍBÚAFUNDUR á vegum Sjálfstæðisfélags Álftaness verður haldinn í kvöld klukkan 20 í sal Álftanesskóla. Fundurinn stendur til klukkan 22 og eru allir áhugasamir Álftnesingar velkomnir.

ÍBÚAFUNDUR á vegum Sjálfstæðisfélags Álftaness verður haldinn í kvöld klukkan 20 í sal Álftanesskóla. Fundurinn stendur til klukkan 22 og eru allir áhugasamir Álftnesingar velkomnir.

Á dagskrá fundarins eru umræður um Álftanesskóla, íþróttamiðstöðina, og skipulag og fjármál. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisfélagsins verða frummælendur á fundinum.

Í tilkynningu frá stjórn Sjálfstæðisfélags Álftaness segir að á fundi bæjarstjórnar Álftaness þriðjudaginn 30. september 2008 muni meðal annars koma til umræðu tillögur að miklum lántökum, meðal annars vegna kaupa á landi. Bæjarfulltrúar vilji því kynna íbúum stöðu þessara málaflokka.