<h4>Rok og regnhlífar</h4>UNDANFARIÐ hafa ófá tilvik átt sér stað þar sem fólk berst við regnhlífarnar sínar og reynir að beita þeim í íslenskri veðráttu með misjöfnum árangri, eins og þessi maður sem reynir að hemja eina óstýriláta.

Rok og regnhlífar

UNDANFARIÐ hafa ófá tilvik átt sér stað þar sem fólk berst við regnhlífarnar sínar og reynir að beita þeim í íslenskri veðráttu með misjöfnum árangri, eins og þessi maður sem reynir að hemja eina óstýriláta. — Morgunblaðið/G.Rúnar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Langt og mikið mál ÉG vildi árétta við ykkur fjölmiðlafólk það sem mér finnst allir fjölmiðlar gleyma. Það er það sem Jóhann R. Benediktsson sagði í Kastljósinu í gærkvöldi.

Langt og mikið mál

ÉG vildi árétta við ykkur fjölmiðlafólk það sem mér finnst allir fjölmiðlar gleyma. Það er það sem Jóhann R. Benediktsson sagði í Kastljósinu í gærkvöldi. Honum var kynnt allt önnur ástæða fyrir að auglýsa ætti embættið en Björn segir í fjölmiðlum. Jóhanni var kynnt að þetta væri vægasta úrræðið að auglýsa stöðuna. Síðan les Jóhann það 10 dögum síðar í fyrsta sinn í Fréttablaðinu að ástæðan sé breyting á embættinu. Björn Bjarnason sleppur allt of vel frá svörum sínum. Við allir starfsmennirnir hér upplifum þetta allt sem sannleika sem Jóhann og Eyjólfur segja en allt lygi frá ráðuneytinu. Þetta er svo stórt og mikið mál og þyrfti helst heilan fréttaskýringaþátt til að fólk skilji þetta frá a til ö. Ráðuneytið hefur fryst framþróun embættisins frá því í mars á þessu ári. Í dag var það eins og í jarðarför að vera í vinnunni. Fólk var niðurlútt, vissi ekki hvað það átti að gera af sér og var mjög dapurt og fámált.

Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður.

Alvarlegt mál

ÉG leyfi mér að segja að mér þykir undarlegt hvernig erlendir afbrotamenn eru meðhöndlaðir á okkar landi. Ef Íslendingur brýtur lög í öðru landi er hann færður til dóms og laga. Að því loknu er honum meinað að koma aftur til viðkomandi lands í einhvern fjölda ára og jafnvel um lífstíð. Er nú ekki kominn tími til að afbrotamönnum af erlendum uppruna verði vísað úr landi? Ó, jú.

Heiðarlegur Íslendingur.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is