— Morgunblaðið/ÞÖK
ALLS var 80 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 19. september til og með 25. september. Heildarveltan var 2.127 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,6 milljónir króna. Dagana 21.-27.

ALLS var 80 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 19. september til og með 25. september. Heildarveltan var 2.127 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,6 milljónir króna. Dagana 21.-27. september í fyrra var 248 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og heildarveltan nam 8.857 milljónum króna.

Af þeim 80 kaupsamningum sem þinglýst var í vikunni sem er að líða voru 66 samningar um eignir í fjölbýli, ellefu samningar um sérbýli og þrír samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Á sama tíma var sjö kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru þrír samningar um eignir í fjölbýli og fjórir samningar um sérbýli. Heildarveltan var 166 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,6 milljónir króna.

Þá var fjórum kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var einn samningur um eign í fjölbýli og þrír samningar um sérbýli. Heildarveltan var 74 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,6 milljónir króna.