— Morgunblaðið/Golli
GRÍSKI kvikmyndagerðarmaðurinn Costa-Gavras hlaut heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík að þessu sinni, en verðlaunin hlýtur hann fyrir ævistarf í þágu kvikmyndalistarinnar. Það var forseti Íslands, Hr.

GRÍSKI kvikmyndagerðarmaðurinn Costa-Gavras hlaut heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík að þessu sinni, en verðlaunin hlýtur hann fyrir ævistarf í þágu kvikmyndalistarinnar. Það var forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti Costa-Gavras verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær.

Það var þriðja mynd Costa-Gavras, Z , sem færði honum heimsfrægð árið 1967. Myndin er lauslega dulbúin frásögn af atburðum í Grikklandi í kjölfar morðsins á Gregoris Lambarkis, stjórnmálaforingja grískra demókrata. Í kjölfar Z gerði Costa-Gavras alræðisstjórnir í löndum eins og Tékkóslóvakíu og Úrúgvæ að yrkisefni sínu en þreytti svo frumraun sína upp á enska tungu með Missing árið 1982. Fyrir hana fékk hann Óskarsverðlaun fyrir besta handrit, sem hann deildi með Donald Stewart. Í myndinni afhjúpar hann sannleikann um afskipti bandarískra yfirvalda í Suður-Ameríku. Síðan þá hafa yfirvöld um víða veröld mörg hver haldið áfram að troða á mannréttindum og Costa-Gavras hefur haldið áfram að afhjúpa syndir þeirra á meðan svo alltof margir þegja, að því er fram kemur í tilkynningu frá RIFF.

Þrjár myndir eftir Costa-Gavras eru sýndar á hátíðinni.