HEIMIR Örn Árnason handknattleiksmaður meiddist illa í vinstra hné á 23. mínútu leiks Vals og Stjörnunnar í N1 deild karla síðasta laugardag. Reiknað er með að liðband í hnénu hafi rifnað.

HEIMIR Örn Árnason handknattleiksmaður meiddist illa í vinstra hné á 23. mínútu leiks Vals og Stjörnunnar í N1 deild karla síðasta laugardag. Reiknað er með að liðband í hnénu hafi rifnað. „Það er talað um að ég verði frá í fjórar til sex vikur,“ sagði Heimir og var eðlilega vonsvikinn þegar Morgunblaðið hitti hann í leikslok, en eftir skoðun hjá sjúkraþjálfara fylgdist hann með leik félaga sinna við Stjörnuna frá hliðarlínunni. Leiknum lauk með jafntefli, 24:24.

Þetta er mikið áfall fyrir Val og Heimi þar sem hann er einn reyndasti leikmaður liðsins og leikur stórt hlutverk jafnt í vörn sem sókn. Fyrir er nokkuð um meiðsli herbúðum bikarmeistaranna sem m.a. urðu á dögunum að sjá á eftir Erni Hrafni Arnarsyni úr leik fram á næsta vor vegna slitins krossbands í hné.

„Ég vona að meiðsli Heimis séu ekki alvarlegri en talað er um núna,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals í samtali við Morgunblaðið. iben@mbl.is 8