Víðförull David Amram.
Víðförull David Amram.
BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn David Amram heldur friðartónleika í Ráðhúsinu kl. 20 í kvöld, en ókeypis er á tónleikana sem eru hluti af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík.

BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn David Amram heldur friðartónleika í Ráðhúsinu kl. 20 í kvöld, en ókeypis er á tónleikana sem eru hluti af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík.

Amram hefur samið meira en 100 tónverk, þar á meðal fyrir kvikmyndir á borð við Splendor in the Grass og The Manchurian Candidate . Þá hefur hann spilað á tónleikum með mönnum á borð við Dizzy Gillespie, Thelonious Monk og Tito Puente.

Amram stendur fyrir tónleikunum í slagtogi við Pétur Grétarsson, en þeir eru haldnir í tengslum við heimsfrumsýningu myndarinnar Óbyggða-Gandhi , sem hann samdi tónlistina við. Á dagskrá verður etnógrafískur djass og þeir félagar taka meðal annars djassútgáfu af „Hani, krummi, hundur, svín“ enda á Amram myndarlegt safn af íslenskum lögum.

Amram hefur verið þekktur fyrir að semja rímandi lagatexta á staðnum á miðjum tónleikum. Það kemur í ljós í Ráðhúsinuí kvöld hvort hann tekur upp á því hér.