Óskar Örn Hauksson
Óskar Örn Hauksson
LEIKUR Vals og KR á Vodafonevellinum í lokaumferð Landsbankadeildarinnar var fyrirfram talinn úrslitaleikur um Evrópusætið fræga, þriðja sætið.

LEIKUR Vals og KR á Vodafonevellinum í lokaumferð Landsbankadeildarinnar var fyrirfram talinn úrslitaleikur um Evrópusætið fræga, þriðja sætið. Óvæntur sigur Fram í Keflavík gerði það hins vegar að verkum að þrátt fyrir 1:0-sigur KR enduðu Vesturbæingar í fjórða sæti, og Íslandsmeistarar síðasta árs, Valsmenn, enduðu í því fimmta.

Eftir Sindra Sverrisson

sindris@,mbl.is

KR-ingar eiga þó enn inni möguleika á að komast í Evrópukeppni því þeir leika til úrslita í bikarkeppninni gegn Fjölni um næstu helgi og Óskar Örn Hauksson, sem skoraði eina mark leiksins á laugardaginn og sýndi góð tilþrif á vellinum, er ánægður með sumarið.

„Miðað við síðasta sumar er maður náttúrlega ánægður en það hefði verið meira gaman að enda í þriðja sæti. Heilt yfir er maður samt alveg sáttur.Við eigum annan séns á að fara í Evrópukeppni og ætlum að nýta okkur hann,“ sagði Óskar Örn. Pétur Marteinsson félagi hans tók í sama streng.

„Ég er nokkuð sáttur en það verður auðveldara að svara þessari spurningu eftir næstu helgi. Við vorum ekki fullkomlega tilbúnir í byrjun móts en á heildina litið finnst mér við hafa náð ljómandi fínum árangri,“ sagði Pétur, sem var svekktur yfir úrslitunum í Keflavík.

„Það var frekar pirrandi. Maður bjóst náttúrlega við að Keflavík tæki stig af Fram en maður getur ekkert gert annað en óskað Frömurum og FH-ingum til hamingju. Eina sem við gátum gert var bara að sigra hérna og það er nú ekki hlaupið að því á Hlíðarenda. En mér fannst við spila vel og vinna nokkuð sannfærandi,“ sagði Pétur.

Valsmaðurinn Guðmundur Benediktsson var að vonum vonsvikinn í leikslok. „Þetta eru að sjálfsögðu vonbrigði. Stefnan var að vinna titilinn aftur en í staðinn lentum við í fimmta sæti. Það er mjög leiðinlegt en að sjálfsögðu óskum við FH-ingum innilega til hamingju. Það er ekkert annað í stöðunni fyrir okkur en að snúa bökum saman og koma sterkari til baka á næsta ári,“ sagði Guðmundur, sem stefnir á að halda áfram. „Á meðan líkaminn er í þokkalegu lagi langar mig að spila áfram.“

Valur

M

Bjarni Ólafur Eiríksson

Baldur Bett

Baldur I. Aðalsteinsson

KR

M

Pétur Marteinsson

Gunnlaugur Jónsson

Jónas Guðni Sævarsson

Óskar Örn Hauksson

Guðjón Baldvinsson

0:1 39. Óskar Örn Hauksson var felldur af Atla Sveini Þórarinssyni rétt utan vítateigs og aukaspyrna dæmd. Jónas Guðni Sævarsson tók spyrnuna og rétt snerti boltann áður en Óskar Örn þrumaði honum undir varnarvegginn og í hægra markhornið.

Valur 0 KR 1

Vodafonevöllurinn, úrvalsdeild karla, Landsbankadeildin, laugardaginn 27. sept. 2008.

Mark KR : Óskar Örn Hauksson 39.

Markskot

: Valur 10 (4) – KR 15 (8).

Horn : Valur 9 – KR 8.

Rangstöður : Valur 4 – KR 4.

Skilyrði : Logn og skýjað. Völlurinn góður.

Lið Vals : (4-4-2) Kjartan Sturluson – Steinþór Gíslason, Atli Sveinn Þórarinsson, Barry Smith, Bjarni Ólafur Eiríksson – Baldur I. Aðalsteinsson (Henrik Eggerts 68.), Baldur Bett (Hafþór Ægir Vilhjálmsson 79.), Rasmus Hansen, Guðmundur Steinn Hafsteinsson – Guðmundur Benediktsson (Arnar Sveinn Geirsson 79.), Albert Brynjar Ingason.

Gul spjöld : Steinþór 35. (brot), Atli Sveinn 38. (brot), Albert Brynjar 55. (kjaftbrúk).

Rauð spjöld : Engin.

Lið KR : (4-4-2) Stefán Logi Magnússon – Ásgeir Örn Ólafsson, Gunnlaugur Jónsson, Pétur Marteinsson, Guðmundur Reynir Guðmundsson – Óskar Örn Hauksson (Davíð Birgisson 79.), Atli Jóhannsson, Jónas Guðni Sævarsson, Gunnar Örn Jónsson – Guðjón Baldvinsson, Guðmundur Pétursson (Grétar Sigfinnur Sigurðarson 85.).

Gul spjöld : Gunnlaugur 78. (brot).

Rauð spjöld : Engin.

Dómari : Valgeir Valgeirsson, ÍA, 4.

Aðstoðardómarar : Áskell Þór Gíslason og Gunnar Sverrir Gunnarsson.

Áhorfendur : 907.

mbl.is | Landsbankadeildin

Bein textaþýðing frá leiknum