Svona rétt til þess að gleðja landann hækkuðu olíufélögin eldsneytisverð umtalsvert í síðustu viku. Algengt verð á bensínlítranum er 169,70 krónur og 186,60 krónur lítrinn af dísil.

Svona rétt til þess að gleðja landann hækkuðu olíufélögin eldsneytisverð umtalsvert í síðustu viku. Algengt verð á bensínlítranum er 169,70 krónur og 186,60 krónur lítrinn af dísil.

Fyrir þá sem hugsa um aurinn er um að gera að skipta við Orkuna en þar er ódýrasta eldsneytið að finna, eftir því sem blaðamaður kemst næst. Kostar lítrinn af bensíni 166 krónur í Grafarvogi, Hafnarfirði, Akureyri og Selfossi en heldur meira á öðrum stöðum hjá félaginu.

Lítrinn af dísilolíu er á 183 krónur á sömu stöðum hjá Orkunni. Fyrir þá sem vilja fylgjast með hvar hagstæðast er að kaupa eldsneyti á hverjum tíma er bent á vefsíðuna www.gsmbensin.is. guna@mbl.is