Hunangflugurnar Vigdís, Hildur, Steinunn og Sif kunna sporin, enda hafa þær allað stundað dansnám í fjöldamörg ár.
Hunangflugurnar Vigdís, Hildur, Steinunn og Sif kunna sporin, enda hafa þær allað stundað dansnám í fjöldamörg ár.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þær kalla sig ekki gógópíur heldur hunangsflugur, stúlkurnar fjórar sem dansa í þættinum Singing Bee sem nú er sýndur á Skjá einum við nokkrar vinsældir.

Þær kalla sig ekki gógópíur heldur hunangsflugur, stúlkurnar fjórar sem dansa í þættinum Singing Bee sem nú er sýndur á Skjá einum við nokkrar vinsældir. Í þáttunum hrista þær upp í mannskapnum með danssporum sem Birta Björnsdóttir á heiðurinn af og eru þau stigin við allt að þrjátíu lög í hverjum þætti. Morgunblaðinu lék forvitni á að vita meira um þessar hunangssætu flugur.

Þær kalla sig ekki gógópíur heldur hunangsflugur, stúlkurnar fjórar sem dansa í þættinum Singing Bee sem nú er sýndur á Skjá einum við nokkrar vinsældir. Í þáttunum hrista þær upp í mannskapnum með danssporum sem Birta Björnsdóttir á heiðurinn af og eru þau stigin við allt að þrjátíu lög í hverjum þætti. Morgunblaðinu lék forvitni á að vita meira um þessar hunangssætu flugur.

Hildur Jakobína Tryggvadóttir

Skóli/starf: Ég er að vinna á gjörgæsludeild Landspítalans, og er danskennari í Dansskóla Birnu Björnsdóttur og ballettkennari. Einnig er ég í fjarnámi.

Dansað í mörg ár? Byrjaði mjög ung í ballett og fimleikum en fann mig svo í dansi hjá Birnu þegar ég var 8 ára.

Áhugamál? Dans er mitt helsta áhugamál og sérstaklega þá að dansa á sviði.

Hvernig er að vera hunangsfluga? Mjög skemmtilegt og ég kynntist hressu fólki.

Steinunn Edda Steingrímsdóttir

Skóli/starf: Ég er nemandi á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands og starfa á prompter niðri á 365 ljósvökum.

Dansað í mörg ár? Já ég hef eiginlega verið að dansa alveg síðan ég var krakki. Byrjaði í ballett þegar ég var mjög ung.

Áhugamál? Dans, dans og aftur dans. Síðan kannski líka vera í góðra vina hópi og ferðast.

Hvernig er að vera hunangsfluga? Það er bara mjög fínt, bjóst ekki við að þetta myndi vekja svona mikla athygli.

Sif Elíasdóttir Bachmann

Skóli/starf: Ég er á síðasta ári í Verzlunarskóla Íslands.

Dansað í mörg ár? Ég hef verið í dansi frá sjö ára aldri og hef þá verið að æfa ballett í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins, freestyle í Dansskóla Birnu Björns og jazz og modern í JSB.

Áhugamál? Mín aðaláhugamál eru dans augljóslega, píanó, sálfræði, að ferðast og tungumál.

Hvernig er að vera hunangsfluga? Það er náttúrlega rosalega gaman að fá tækifæri til þess að vinna með öllu þessu fagfólki.

Vigdís Sverrisdóttir

Skóli/starf: Nýútskrifuð úr Verzló og svo starfa ég á slysa- og bráðadeild og í B&S konur.

Dansað í mörg ár: Þónokkur, hef verið inn og út úr dansnámi síðan ég var með barnatennur.

Áhugamál: Matur, ferðalög, dans, vinir og vandamenn.

Hvernig er að vera hunangsfluga?: Það er hið ljúfasta líf, næst er stefnt að heimsfrægð.