<h4>Regnhlífar í roki</h4>FLJÓTT skipast veður í lofti og ekki alltaf gott að spá hvað sé handan við hornið. Eftir glaðasólskin getur komið úrhellisrigning með hífandi roki, en Íslendingar eru ekki óvanir slíkum gjörningum og láta lítið á sig fá þó að regnhlífarnar fjúki.

Regnhlífar í roki

FLJÓTT skipast veður í lofti og ekki alltaf gott að spá hvað sé handan við hornið. Eftir glaðasólskin getur komið úrhellisrigning með hífandi roki, en Íslendingar eru ekki óvanir slíkum gjörningum og láta lítið á sig fá þó að regnhlífarnar fjúki. — Morgunblaðið/Kristinn
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
RÚV og SkjárEinn MÉR finnst RÚV standa sig vel hvað varðar útvarp. Eins standa þeir sig sæmilega hvað varðar sjónvarp, nema einstaka ameríska þætti sem ganga út á að detta og/eða öskra með engu innihaldi.

RÚV og SkjárEinn

MÉR finnst RÚV standa sig vel hvað varðar útvarp. Eins standa þeir sig sæmilega hvað varðar sjónvarp, nema einstaka ameríska þætti sem ganga út á að detta og/eða öskra með engu innihaldi. Maður má ekki setja út á SkjáEinn nema maður auglýsi þar, en þættirnir flestir eru svo vitlausir að maður slekkur á þessu. Ég bara get ekki setið á mér, ég varð að tjá mig um þessa vitleysu alla. Hvernig væri að fá ennþá meira evrópskt efni í sjónvarpið, því við skiljum það frekar, enda erum við evrópsk?

Sigríður Björnsdóttir.

Skammarlegt

ÖRYRKI, sem er með 140.000 kr. á mánuði í bætur, sagði mér að hann hefði enga hækkun fengið núna um mánaðamótin. Þessi öryrki á eftir 29.000 kr. til að lifa af, eftir að hann hefur greitt húsaleigu og aðra reikninga. Hann þarf nauðsynlega að fara í rannsókn vegna veikinda sinna, en hefur bara alls ekki efni á því. Hann á ekki fyrir mat nærri því allan mánuðinn og er of stoltur að leita til hjálparstofnana þar sem honum finnst það niðurlægandi. Hann er sárkvalinn, einangraður og einmana og getur ekkert veitt sér. Ég spyr: Hvernig getur ríkisstjórnin farið svona með öryrkja? Ég er viss um að Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra vill gera vel eða hefur hún ekki einu sinni stuðning frá sínum flokki? Það sem gert hefur verið fyrir öryrkja og eldri borgara eru hænuskref og hefur ekki skilað sér til nærri því allra. Í því efnahagsástandi sem er nú, er þetta fólk bara endanlega að gefast upp. Það verður að koma neyðaraðstoð fyrir þetta fólk, allavega meðan ástandið er svona. Þetta er mikil skömm fyrir núverandi ríkisstjórn.

Sigrún Reynisdóttir.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is