BÍLAÁHUGAMENN voru lítt hrifnir þegar Citroën 2CV, eða „Bragginn“ eins og bíllinn hefur verið kallaður hér á landi+, var fyrst sýndur almenningi á bílasýningu í París fyrir 60 árum.

BÍLAÁHUGAMENN voru lítt hrifnir þegar Citroën 2CV, eða „Bragginn“ eins og bíllinn hefur verið kallaður hér á landi+, var fyrst sýndur almenningi á bílasýningu í París fyrir 60 árum.

Frumgerð bílsins var aðeins með eitt framljós, engan startara og forstjóri Citroën, Pierre-Jules Boulanger, viðurkenndi að bíllinn líktist einna helst regnhlíf á fjórum hjólum.

Við hönnun bílsins höfðu Boulanger og samstarfsmenn hans það að leiðarljósi að framleiða ódýrt farartæki fyrir bændur, bíl sem gæti flutt fjóra menn og eggjakörfu yfir plægðan akur án þess að eggin (hvað þá beinin) brotnuðu.

Hannaður fyrir bændur

Þótt fjölmiðlamenn væru ekki uppveðraðir þegar bíllinn var sýndur í fyrsta skipti varð eftirspurnin fljótlega svo mikil að kaupendur þurftu að bíða í allt að fimm ár eftir því að fá hann afhentan.

Ástæðan fyrir vinsældunum var einkum sú að Bragginn var ódýr, sparneytinn, bilaði sjaldan og fjöðrunin var svo mikil að hann hentaði vel á holóttum sveitavegum og jafnvel utan vegar. Hann var því álitinn kjörinn ferðabíll. bogi@mbl.is