Vanskil einstaklinga hafa aukist hratt á þessu ári og hefur þeim einstaklingum sem skráðir eru á vanskilaskrá fjölgað um ríflega 30 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu Creditinfo sem send var út í gær.
Vanskil einstaklinga hafa aukist hratt á þessu ári og hefur þeim einstaklingum sem skráðir eru á vanskilaskrá fjölgað um ríflega 30 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu Creditinfo sem send var út í gær. Í tilkynningu frá félaginu segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja muni Creditinfo upplýsa helstu ráðuneyti og ráðamenn um stöðu almennings og fyrirtækja sem stefna í gjaldþrot og er skýrslan sú fyrsta sem fyrirtækið sendir frá sér í þessu skyni. Segir í henni að ríflega 16.000 einstaklingar,18 ára og eldri, séu nú þegar á vanskilaskrá, þar af eru ríflega 1700 þeirra eldri en 60 ára og 4200 á aldrinum 30-39 ára. lom@24stundir.is