HALDA þarf atvinnulífinu gangandi við þær aðstæður sem nú hafa skapast, sagði Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær og vildi að haldið yrði áfram með álversuppbyggingu af fullum þunga.

HALDA þarf atvinnulífinu gangandi við þær aðstæður sem nú hafa skapast, sagði Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær og vildi að haldið yrði áfram með álversuppbyggingu af fullum þunga. Nefndi hann Helguvík og Bakka og óskaði eftir svörum frá forsætisráðherra um hvenær tilraunaboranir á Bakka gætu haldið áfram.

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði framkvæmdir í Helguvík þegar vera í fullum gangi og áréttaði að afstaða sín til álvers á Bakka hefði ekki breyst. „Ég styð þetta verkefni. Sjálfstæðisflokkurinn gerir það og ég efast ekkert um eindreginn vilja Samfylkingarinnar til að koma því máli í heila höfn,“ sagði Geir og bætti við að hann gæti ekki svarað því nákvæmlega hvar leyfi til tilraunaborana væri á vegi statt.

halla@mbl.is