Sigurður Einarsson
Sigurður Einarsson
Menn fá misjafna útreið í Kastljósi. Á mánudagskvöld sat Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, fyrir svörum. Hann var spurður um stöðu bankans og stóð sig að mörgu leyti vel.

Menn fá misjafna útreið í Kastljósi. Á mánudagskvöld sat Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, fyrir svörum. Hann var spurður um stöðu bankans og stóð sig að mörgu leyti vel.

Umræðan snerist hins vegar nánast eingöngu um bankann, en ekki Sigurð og launakjör bankastjóranna, sem þó eru landsmönnum ofarlega í huga þessa dagana, enda í hróplegu ósamræmi við stöðu bankanna.

Í sumar sat Ólafur F. Magnússon fyrir svörum um það leyti, sem hann hrökklaðist úr stóli borgarstjóra.

Þá var engin feimni við að spyrja afar áleitinna og persónulega spurninga. Þá dugði ekki að ræða pólitík.

Þegar Richard S. Fuld, forstjóri Lehman Brothers, sem nú er gjaldþrota, kom fyrir eftirlits- og umbótanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mánudag spurði formaður nefndarinnar, Henry Waxman, hann þráfaldlega hvort hann teldi sanngjarnt að hann hefði fengið tugi milljóna dollara í vasann. Hann fékk ekkert svar og Waxman hefur líklega ekki átt von á svörum.

Sigurður Einarsson hefði sennilega ekki svarað heldur.

En málið er ekki að látið skyldi hjá líða að hjóla í Sigurð Einarsson.

Spurningin er hvers vegna farið er í manngreinarálit í yfirheyrslum í Kastljósinu.