Hermaður Plata Hjálpræðishersins kemur út núna fyrir jólin.
Hermaður Plata Hjálpræðishersins kemur út núna fyrir jólin.
HJÁLPRÆÐISHERINN er nú milljón pundum ríkari eftir að forystumenn í alþjóðlegri hljómsveit samtakanna skrifuðu undir plötusamning við Universal, sama fyrirtæki og gefur út plötur Amy Winehouse og Eminem.

HJÁLPRÆÐISHERINN er nú milljón pundum ríkari eftir að forystumenn í alþjóðlegri hljómsveit samtakanna skrifuðu undir plötusamning við Universal, sama fyrirtæki og gefur út plötur Amy Winehouse og Eminem.

Hljómsveitin hefur þegar tekið upp lög á fyrstu breiðskífuna sem kemur út í nóvember og vonast herinn til þess að sú athygli sem útgáfan vekur eigi eftir að skila sér í meiri framlögum til góðgerðarstarfs samtakanna.

„Þetta er spennandi verkefni,“ sagði majórinn David Hinton í samtali við BBC. „Við vonumst til þess að safna peningum og vekja um leið athygli á þörfum skjólstæðinga okkar.“ Hjálpræðisherinn er þekktur fyrir starf sitt í þágu þeirra sem minna mega sín og þá sérstaklega heimilislausra.