[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fyrrum landsliðsmaðurinn og þjálfari handknattleiksliðs Aftureldingar, Bjarki Sigurðsson , hefur tekið við þjálfun 2. flokks Víkings, Reykjavík.

Fyrrum landsliðsmaðurinn og þjálfari handknattleiksliðs Aftureldingar, Bjarki Sigurðsson , hefur tekið við þjálfun 2. flokks Víkings, Reykjavík. Hann mun vinna náið með gömlum samherjum sínum úr íslenska landsliðinu, þeim Róberti Sighvatssyni og Guðmundi Hrafnkelssyni , sem þjálfa meistaraflokk félagsins. Bjarka var skyndilega sagt upp störfum hjá Aftureldingu í sumar.

Þórir Ólafsson átti stórleik og skoraði 9 mörk þegar TuS N-Lübbecke vann Hannover-Burgdorf , 26:17, í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Hannes Jón Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Hannover og Heiðmar Felixson eitt. Hann var auk þess rekinn af leikvelli með rautt spjald á 49. mínútu leiksins. TuS N-Lübbecke er í efsta sæti deildarinnar með 10 stig að loknum fimm leikjum.

G uðjón L. Sigurðsson hefur verið skipaður eftirlitsmaður á viðureign GOG og Bosna Sarajevo í meistaradeild Evrópu í handknattleik sem fram fer í Óðinsvéum 19. október.

Þá verður Gunnar Gunnarsson eftirlitsmaður á viðureign Barcelona og Metalurg frá Makedóníu í meistaradeild Evrópu í handknattelik í Barcelona á næsta sunnudag.

D arren Fletcher leikmaður Manchester United mun bera fyrirliðabandið hjá Skotum þegar þeir taka á móti Norðmönnum í undankeppni Evrópumótsins á laugardaginn. Fletcher, sem er 24 ára gamall, leikur sinn 40. landsleik á laugardaginn og þar sem Stephen McManus sem hefur gegnt fyrirliðastöðunni í síðustu leikjum er meiddur ákvað George Burnley landsliðsþjálfari Skota að velja Fletcher til starfans.

Franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery leikmaður Bayern München var í gær útnefndur leikmaður ársins í þýsku 1. deildinni. Félagi hans í Bayern-liðinu, Ítalinn Luca Toni, varð annar í kjörinu og Brasilíumaðurinn Diego , Werder Bremen , þriðji. Ribery skoraði 11 mörk fyrir Bæjara á síðustu leiktíð og lagði upp 8 mörk.