Gunnar Rögnvaldsson | 7. október Efnahagsleg borgarastyrjöld Rétta nafnið á því ástandi sem ríkir núna í Evrópusambandinu er ekki nafnið eða hugtakið „samstaða“.

Gunnar Rögnvaldsson | 7. október

Efnahagsleg borgarastyrjöld

Rétta nafnið á því ástandi sem ríkir núna í Evrópusambandinu er ekki nafnið eða hugtakið „samstaða“. Réttara er að nota hugtakið „efnahagsleg borgarastyrjöld“ eða „efnahagsleg hryðjuverkastarfsemi“.

Það er frjálst flæði fjármagns innan ESB og evrusvæðis, en það eru samt til landamæri innan ríkja ESB og evru, þó svo að þau séu ekki virk í eiginlegum skilningi, heldur einungis virk í ríkisfjármála- og skattalegum skilningi. Hvað er þá að núna? Jú núna fossar fjármagnið þangað sem ríkisstjórnirnar yfirbjóða hver aðra með ríkisábyrgð á innistæðum og skuldbindingum fjármálastofnana í ESB. Þær ríkisstjórnir sem treysta sér ekki til að útskrifa ótakmarkaðar skattahækkanir til skattgreiðenda í löndum sínum sjá hér fjármálastofnanir sínar lagðar í rúst vegna þess að auðvitað selur maður hlutabréf sín í þessum fjármálastofnunum í þeim ESB-löndum sem þora ekki að yfirbjóða í þessari samkeppni um mestu, hæstu og bestu ríkisábyrgðina – og kaupir svo nýjan hlut í fjármálastofnunum með betri ríkisábyrgð því þær munu plumma sig best og skila mestum hagnaði og því ekki fara á hausinn. Hagkerfin á evrusvæði geta ekkert gert til að hindra efnahagslegt tjón....

tilveran-i-esb.blog.is