Björgólfur Guðmundsson
Björgólfur Guðmundsson
ÁSGEIR Friðgeirsson, varastjórnarformaður West Ham, sagði í viðtali við Sky sport- fréttavefinn í gær að félagið væri í öruggum höndum en óvissa hefur skapast um félagið vegna fjárhagsstöðu Landsbankans sem fór undir stjórn Fjármálaeftirlitsins í gær.

ÁSGEIR Friðgeirsson, varastjórnarformaður West Ham, sagði í viðtali við Sky sport- fréttavefinn í gær að félagið væri í öruggum höndum en óvissa hefur skapast um félagið vegna fjárhagsstöðu Landsbankans sem fór undir stjórn Fjármálaeftirlitsins í gær. Björgólfur Guðmundsson er eigandi West Ham og er stærsti hluthafinn í Landsbankanum.

,,Auðvitað er þetta mikið áfall fyrir hann og fjárhagslegan styrk hans en hann á margar aðrar fjárfestingar sem ganga vel þessa stundina. Það er því engin ástæða að óttast að hann standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart West Ham United. Það er ástæðulaust að vera með of mikla svartsýni. West Ham er vel rekið fyrirtæki. Björgólfur lagði 30 milljónir punda inn í félagið og þeir peningar eru hér enn. Hann mun ekki taka þá peninga frá félaginu,“ segir Ásgeir Friðgeirsson. gummih@mbl.is