— Þjóðminjasafnið/Vigfús Sigurgeirsson
Vigfús Sigurgeirsson var frumkvöðull á ýmsum sviðum íslenskrar ljósmyndunar og kvikmyndagerðar. Nú gefst fólki tækifæri til að kynna sér verk Vigfúsar á sýningunni Þjóðin, landið og lýðveldið í Þjóðminjasafninu.

Vigfús Sigurgeirsson var frumkvöðull á ýmsum sviðum íslenskrar ljósmyndunar og kvikmyndagerðar. Nú gefst fólki tækifæri til að kynna sér verk Vigfúsar á sýningunni Þjóðin, landið og lýðveldið í Þjóðminjasafninu. Á sýningunni má meðal annars sjá landslagsmyndir, myndir af Íslendingum við leik og störf auk mynda frá ferðum Vigfúsar innanlands með tveimur fyrstu forsetum lýðveldisins.

Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands, segir að erfitt sé að velja úr jafnstóru myndasafni og safn Vigfúsar sé. Hún vonar þó að sýningin gefi ákveðinn þverskurð af því sem hann fékkst við. „Vigfús kemur með nokkuð ferska strauma því að hann fer til Þýskalands á millistríðsárunum. Þar fær hann ákveðna nýja sýn sem mótar hann næstu ár þar á eftir og þessa sér stað í þessum myndum sem við erum að sýna núna,“ segir hún.

Sýningin er í Myndasal Þjóðminjasafnsins og er aðgangur ókeypis.

ej